BRYNJAR ORRI ODDGEIRSSON SENDIR FRÁ SÉR MIXTAPE „LORD BINFEST ER REGNBOGA STRÍÐSMAÐURINN“

0

brynjar
Brynjar Orri Oddgeirsson er margt til lista lagt en kappinn var að senda frá sér svokallað mixtape á dögunum. Mixið heitir því skemmtilega nafni „Lord Binfest Er Regnboga Stríðsmaðurinn“ og inniheldur ellefu lög.

Brynjar byrjaði að semja tónlist árið 2013 og tók hann þá upp fjögur lög en hætti eftir það. Í sumar byrjaði Brynjar að taka aftur upp tónlist og gekk það vonum framar þannig hann ákvað að skella í mixtape.
„Hugmyndin á bakvið mixteipið var að reyna að gefa út sögu. Mig langaði bara að tjá mig og segja frá mínu sjónarhorni og minni reynslu. Textarnir eru um lausnina, tilgang lífsins og almenna jákvæðni og swag, þetta er allt frá hjartanu.“ – Brynjar Orri Oddgeirsson.

brynjar 2Það er meira á leiðinni frá Brynjari en hann er iðinn við að semja tónlist þessa dagana og ættu því allir að fylgjast með kappanum.
„Ástin er svarið og allir sem vilja gera heiminn örlítið litríkari mega fylgja regnboga stríðsmenn og byrja að skapa með mér. Þetta snýst allt barar um að elta gleðina og vera nice.“ – Brynjar Orri Oddgeirsson.

Comments are closed.