BRR SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA SARDÍNUR

0

brr 2

Tónlistarmaðurinn Brr eða Bjarni R. Ragnarsson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér breiðskífuna Sardínur. Platan er búin að vera um ár í vinnslu og má flokka tónlistina sem instrumental Hip Hop og Beats.
Kappinn hefur verið iðinn við tónlistarsköpun en þetta er fyrsta platan hanns í þessum dúr, en einnig er hann að vinna að plötum með hljómsveitinni Ha Why? og tónlistarmanninum Mc Bjór svo fátt sé nefnt þannig nóg er að gera hjá Brr.

brr

Umslag plötunnar er eftir Matthías Rúnar Sigurðsson.

Brr er að skipuleggja útgáfutónleika en fyrst um sinn verða þeir haldnir í Danmörku þar sem hann er búsettur. Með vorinu má búast við flottum útgáfutónleikum á klakanum fyrir þyrsta Íslenska Hip Hop unnendur.
Þetta er virkilega flott og vel heppnuð plata og gaman að heyra instrumental Hip Hop í anda gamla skólans!

Comments are closed.