BRÖTT BREKKA ERU NOSTALGÍSKIR Á SINNI FYRSTU PLÖTU

0

BREKKA 2

Hljómsveitin Brött Brekka hefur verið starfandi í um tvö ár og má lýsa tónlist hennar sem bræðingi af Math, noise og indie rokki. Helstu áhrifavaldar hennar eru The Simpsons, Melvins, Minutemen, Polvo, Sonic Youth, Fugazi, Meat Puppets, Can, Black Flag, I’m being good, Charlottefield, Botnleðja, Kimono og Skátar svo fátt sé nefnt.

„Við erum ansi nostalgískir í fari og lifum lífi okkar mest á níunda og tíunda áratugnum. Við söknum stundum rokksenunnar á Íslandi, þótt margt gott sé nú að gerast, en hún mætti alltaf vera betri.“ – Hallvarður.

BREKKA

Sveitin sendi nýlega frá sér sína fyrstu plötu Vs. The Monorail og er gripurinn vægast sagt framúrskarandi! Alvöru sudda rokk með pung. Ef þú ert sannur rokkhundur ættir þú ekki að láta þessa plötu framhjá þér fara!

Brött Brekka eru: Hallvarður, gítar og vókall. Sturla: bassi og vókall og  Sigurður: trommur.

Comments are closed.