BROT SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

brot

Hljómsveitin BROT sendir um þessar mundir frá sér sitt fyrsta lag af væntanlegri plötu og heitir það „Hægt Og Rólega.“ BROT er skipuð fjórum vinum sem þekkst hafa í yfir þrjátíu ár (eða allt frá því að vasadiskó voru mál málanna) en sveitin hefur verið starfrækt í rúmt ár og er langt komin með sína fyrstu breiðskífu sem hefur hlotið nafnið Inn. Tónlistinni má lýsa á margan hátt en þetta er ekkert flókið, hér er á ferðinni kraftmikið, sveitt og stundum rómantískt rokk þar sem allir textar eru á íslensku. Upptökustjóri og meðframleiðandi plötunnar er Bjarni Guðmann Jónsson sem vinnur að því hörðum höndum að leggja lokahönd á verkið í Portal Studios í Reykjavík.

brot 2

Sveitin stendur sjálf að baki útgáfu plötunnar en um þessar mundir er unnið að því að fjármagna verkefnið en það verður gert að hluta til með hópfjármögnun á Karolina Fund. Stefnt er á útgáfu plötunnar síðar í sumar en í byrjun júlí spilar BROT á rokkhátíðinni Eistnaflug á Neskaupsstað.

Lagið „Hægt Og Rólega“ á sína sögu og hefur sveitin þetta um það að segja:

Við tókum upp 13 lög sem við höfum verið að vinna í og fínpússa undanfarið ár. „Hægt Og Rólega“ er eitt af okkar yngstu lögum og fjallar um það ferli sem það hefur verið að fara frá því að dunda okkur við lagasmíðar yfir í að vinna að þessari plötu sem við erum gífurlega stoltir af.“

BROT skipa Arnar Þór Sigurðarson (Gítar), Gunnar Sigurðarson (söngur), Jóhann Rafnsson (trommur) og Óskar Birgisson (bassi). Félagarnir eiga sér langa sögu í rokksenu Reykjavíkur, hafa spilað allt frá dauðarokki og gruggkenndu pönki en í dag fær kraftmikið melódískt rokkið að hljóma.

Fylgist nánar með Brot hér:

https://soundcloud.com/brotband

http://brotband.com

Comments are closed.