Brostinn strengur komin í gull og kemur út á vínyl

0

Brostinn strengur, þriðja sólóplata Lovísu Elísabetar Sigrúnardóttir, betur þekkt sem Lay Low, er nú fáanleg á vínylplötu, en hingað til hefur hún eingöngu verið til á geisladiski og á tónlistarveitum. Kemur hún út í tilefni af því að platan hefur selst í yfir 5000 eintökum og því komin í gullsölu.

Á Brostinn strengur, sem kom út árið 2011 syngur hún eigin lög við ljóð íslenskra kvenskálda, meðal annars Vilborgar Dagbjartsdóttur, Margrétar Jónsdóttur, Huldu og Hugrúnu.  Upptökustjórn var í höndum Lovísu og Magnúsar Árna Øder Kristinssonar.

Lay Low mun halda tónleika í tilefni af útgáfunni í Bæjarbíóí 1. desember og er miðasala hafin á midi.is.  Þar mun hún flytja plötuna í heild sinni.

Skrifaðu ummæli