BRÓÐIR BIG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

BIG

Bróðir Big hefur sent frá sér nýtt lag sem nefnist „Give It Up“ en honum til halds og trausts er rapparinn Orðljótur. Bróðir Big hefur verið talsvert áberandi að undanförnu og lög eins og „Jarðskelfing“ og „Krimaslangur“ fengið að óma um eyru landsmanna.

orðljótur

Brandur sá um taktinn í laginu, Dj Bricks sá um plötuklór og Upptaka og hljóðblöndun var í höndum Rúnar Ívars.

Myndbandið er unnið af góðu fólki og má þar nefna Trausti Atlason og Brandur Máni Jónsson sem sáu um kvikmyndatöku og Trausti Atlason sá um klippingu.

Kristján Darri Jóhannsson og Jana Arnarsdóttir eru leikarar myndbandsins.

Hægt er að niðurhala laginu hér á soundcloud:

Comments are closed.