BRJÓST OG TRÚÐUR Í NÝJU MYNDBANDI EINARINDRA

0

indra 3

EinarIndra sendir frá sér nýtt myndband við lagið „The Songs Are Over“ sem er af nýútkominni plötu hans, Stories, sem kom út hjá Möller Records. Einar hefur verið á talsverðu flakki að undanförnu til að kynna umrædda plötu en hún hefur fengið frábærar viðtökur!

indra 4
Myndbandið vann hann með breska myndlistarmanninum Nikhil Kirsh sem starfaði í nokkur ár á Íslandi en er nú búsettur í London. Lagið er mikil snilld og það sama má segja um myndbandið.

Hægt er að sjá Einar á Húrra í kvöld fimmtudag þar sem hann spilar ásamt hljómsveitinni Vök. Tónleikarnir byrja stundvíslega kl 20:00 og kostar 2.000 kr inn.

Comments are closed.