BRJÁLUÐ STEMMING Á SÓNAR REYKJAVÍK!

0

Eins og flest allir vita er tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík ný yfirstaðin en hún fór fram um helgina! Margt var um manninn og náði hátíðin hámarki í gærkvöldi þegar sveitir eins og De La Soul, Fatboy Slim og Shades Of Reykjavík stigu á stokk.

Það mátti sjá bros úr hverju andliti og óhætt er að segja að hátíðin hafi tekist afar vel þetta árið enda ekki annað hægt þegar slíkir listamenn eiga í hlut.

Aníta Eldjárn kíkti á hátíðina en hún tók þessar frábæru ljósmyndir!

https://sonarreykjavik.com

Skrifaðu ummæli