BRILLIANTINUS ER ALGJÖRLEGA BRILLIANT Á NÝRRI PLÖTU

0

brill

Raftónlistarmaðurinn Brillantinus eða Kormákur Jarl Gunnarsson eins og hann heitir réttu nafni var að senda frá sér nýja breiðskífu sem ber nafnið „Brilliant In Us“

Brilliantinus hefur komið víða við í sinni tónlistarsköpun og hefur hann meðal annars sent frá sér remix af laginu „History Of Touches” með Björk Guðmundsdóttur svo fátt sé nefnt.

chill

Raftónlistarhátíðin Extreme Chill Festival er ein glæsilegasta hátíð landsins en hún hefur verið haldin árlega frá árinu 2010. Extreme Chill er ekki lengur bara tónlistarhátíð (þótt það væri alveg nóg) heldur er hún nú einnig plötuútgáfa og gefur hún einmitt út umrædda plötu! Í ár fer hátíðin í fyrsta sinn fram í Reykjavík nánar tiltekið 7. – 9. Júlí og má búast við þéttri og góðri dagskrá líkt og fyrri ár!

brill

„Brilliant In Us“ er afburðar góð plata enda er Brilliantinus einn af flottustu raftónlistarmönnum landsins! Fallegur hljóðheimur, strengir og framúrstefnulegar laglínur blandast saman á skemmtilegan hátt og úr verður hin fullkomin blanda!

Hér fyrir neðan má hlýða á plötuna!

http://www.extremechill.org

Skrifaðu ummæli