Breyttu Eldborg í rave: Sjáið ljósmyndirnar

0

Síðastliðið laugardagskvöld hélt Hljómsveitin GusGus stórtónleika í Eldborgarsal Hörpu en sveitin hefur aldrei áður sett upp tónleika í þessum glæsilega sal. GusGus hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins allt frá því hún leit fyrst dagsins ljós árið 1995. Margt hefur gerst hjá sveitinni en fjölmargar snilldar plötur hafa litið dagsins ljós, sveitin hefur lagt í fjölmargar tónleikaferðir og  hafameðlimir komið og farið en eitt er fyrir víst að GusGus kann svo sannarlega að halda tónleika!

Blásið var í tvenna tónleika, fyrri tónleikarnir hófust kl: 20:00 og þeir seinni hófust kl: 22:30. Biggi Veira, Daníel Ágúst, Högni Egilson og Urður Hákonadóttir ásamt bakradda söngvurum voru í þrusu formi og öllu var til tjaldað! Salurinn hreifst með og það var eins og Eldborg hafi breyst í Rave/klúbb! Ljósasjóv, dúndrandi bassi og frábær sviðsframkomu gerði það að verkum að tónleikar GusGus fara í sögubækurnar, og þeir sem misstu af þessarri snilld munu sjá eftir því til æviloka.

Kristján Gabríel mætti á tónleikana og tók þessar frábæru ljósmyndir fyrir Albumm.is

GusGus.com

Skrifaðu ummæli