BREYTIR TÍMA OG VERULEIKASKYNJUN FÓLKS

0

_mg_4915-by-anna-maggy

Þann 17. febrúar mun líta dagsins ljós fyrsta útgáfa ársins frá FALK – Fuck Art Let’s Kill. Þar fer enginn annar en Lord Pusswhip sem gefur út í takmörkuðu upplagi kassettuna Lord Pusswhip is Dead sem einnig verður fáanleg til niðurhals og streymis á Bandcamp síðu útgáfunnar.

Lord Pusswhip is Dead er yfirlits útgáfa af 20 lögum (ásamt nokkrum bónus lögum í stafrænni útgáfu), sem Þórður Ingi Jónsson hefur unnið að síðan 2011. Lord Pusswhip hefur mikla sérstöðu sem abstract próduser og drafandi rappari yfir skældum töktum og lyfjuðum hljóðheim. Tónlist hans á það til að breyta tíma og veruleikaskynjun hlustanda. Þrátt fyrir afslappað yfirbragð tónlistar hans er Pusswhip gríðarlega skapandi og vinnusamur. Fyrir utan að framleiða alla sína tónlist sjálfur, má líka sjá nafnið hans bregða fyrir í samstarfsverkefnum með mörgum listamönnum af svipuðu meiði bæði hér heima og erlendis. Af íslenskum tónlistarmönnum sem hann er og hefur verið í samstarfi með má nefna GKR, Countess Malaise, Vrong, Svarti Laxness, Martein, Alfreð Drexler og VNUS808 sem einnig bregður fyrir á þessari útgáfu, auk þess sem hann hefur framleitt takta fyrir Antwon, Kojey Radical og Prada Mane.

lord-pusswhip-is-dead-digital

Um þessar mundir býr Pusswhip í Berlín þar sem hann heldur úti útvarpsþættinum „Puss on a Wire” á radio80k.de. Árið 2017 hefur líka hafist með látum hjá honum því hann hefur verið að koma fram sem upphitunaratriði fyrir eistnesku költ rappstjörnuna   Tommy Ca$h, Breska Grime rapparann Darq E. Freaker og afríska raftónlistar kollektívið  NON.

Þessi útgáfa markar ákveðin þáttaskil í sköpunarverki Þórðar.

“Ég hef verið að rappa og gera takta fyrir sjálfan mig og vini mína í mörg ár, en er núna kominn að einhverjum endapunkti í þessum kafla og finnst ég þurfi að taka þetta á annað level. Því þó svo að mörg þessara laga hafa verið aðgengileg á soundcloud og hingað þangað um internetið þá hef ég ekki gefið þau út almennilega, gefið þeim heimili ef svo mætti að orði komast. Þannig að þegar FALK kom að máli við mig að gefa út þetta yfirlitsverk þá stökk ég á tækifærið. Þessi plata setur endapunkt á þennan part af tónlistarsköpun minni og mér finnst ég geta horft fram á við núna. Lord Pusswhip er Dauður – Lengi lifi Lord Pusswhip” – Þórður

“Við erum gríðarlega spenntir fyrir þessari útgáfu og hvernig hún kom út. Rapptónlist hefur verið mikið í sviðsljósinu á Íslandi undanfarið en okkur finnst eins og Lord Pusswhip hafi ekki fengið þá athygli sem honum ber sem er hreint út sagt Skandall. Að okkar viti eru taktar hans og nútímaleg nálgun hans á hip hop eitt það besta sem er að gerast í íslensku hip hop senunni. Hann hefur líka verið að vekja smá athygli erlendis og við hlustun á lögum á borð við ‘Sveisí’, ‘Róland-Nóta’ og ‘Á Móti Streymi’ er ekki erfitt að sjá afhverju. 2017 er tvímælalaust ár Lord Pusswhip!” – Bob Cluness, meðlimur FALK hópsins

Hér er hægt að hlusta á sérstakt mix sem Lord Pusswhip gerði fyrir i-D Magazine

_mg_4864-by-anna-maggy

Um útgáfuna

Lord Pusswhip is Dead er gefinn út af íslensku tónlistar og listahópnum FALK (Fuck Art Lets Kill) sem hafa  síðan 2007 einbeitt sér að skapandi og tilraunakenndri tónlist frá listamönnum á borð við AMFJ, KRAKKKBOT, AUXPAN og ULTRAORTHODOX. Síðasta ár var gríðarlega annasamt í útgáfum hjá FALK en þá gáfum við út HARRY KNUCKLES, K. FENRIR, HEIDATRUBADOR, OKISHIMA ISLAND TOURIST ASSOCIATIONAAIIEENN & Decanter og nýjustu AMFJ útgáfuna Ball.

Í tónleikahaldi var síðasta ár einnig annasamt en þeir fluttu inn og héldu tónleika með listamönnum á borð við Shapednoise, breska Techno listamanninn PERC, Damien Dubrovnik auk showcase tónleika með bresku kassettu útgáfunni OPAL TAPES

2017 er hins vegar bara rétt að byrja og er undirbúningur hafinn á útgáfu frá ThiZone auk annarra sem ekki er hægt að segja frá að svo stöddu en svo eru tónleikar í deiglunni með bresku „techno not techno” hljómsveitinni GIANT SWAN og ECTOTHERM label showcase með COURTESY og MAMA SNAKE.

Skrifaðu ummæli