BRETTAFÉLAG HAFNARFJARÐAR STÆKKAR HRATT OG NÝIR SAMNINGAR Í HÖFN

0

bfh

Mikið er um að vera hjá BFH Brettafélagi Hafnarfjarðar en innanhúsaðstaða fyrir hjólabretti og BMX opnaði á vegum félagsins fyrir um ári síðan. Fyrr í vikunni var aðildarumsókn félagsins að ÍBH samþykkt og er því orðið viðurkennt íþróttafélag og aðilar að íþróttafjölskyldu ÍSÍ. Þetta þýðir að allir snjóbrettaiðkendur BFH geta tekið þátt í íþróttaviðburðum á vegum sérsambanda ÍSÍ. Öllum mótum á vegum Skíðasambands Íslands þ.m.t Andrésar andarleikum.

Í dag fimmtudaginn 10. desember undirrituðu Haraldur L. Haraldsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar og Jóhann Borgþórsson formaður BFH nýjan rekstrarsamning milli sveitafélagsins og BFH. Þar með er lokið tveggja ára reynsluverkefni milli aðilanna og við tekur áframhaldandi samstarf. Samningurinn tryggir áframhaldandi aðstöðu og rekstur félagsins til framtíðar.

Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir Bretta og BMX fólk!

Comments are closed.