BREIÐHOLT FESTIVAL VERÐUR HALDIÐ MEÐ POMPI OG PRAKT

0

Breiðholt Festival hátíðin verður haldin með pompi og prakt sunnudaginn 11. Júní. Þetta er í þriðja sinn sem hátíðin er haldin, en hún hefur hlotið frábærar viðtökur og góða umfjöllun í fjölmiðlum.

Sóley mun koma fram á Breiðholt Festival.

Dagskráin fer aðallega fram í skúlptúrgarði Hallsteins Sigurðssonar við Ystasel 37, en teygir sig einnig víða um Seljadalinn. Viðburðir fara meðal annars fram í Ölduselslaug, Seljakirkju og í Gróðurhúsinu hljóðveri sem fagnar einmitt 20 ára afmæli sínu í ár.

Hljómsveitin RuGl mun koma fram á Breiðholt Festival.

Á meðal tónlistaratriða í ár má nefna sóley, Ólöf Arnalds, aYia, Batucada (Samúel Jón Samúel street band), RuGl, Marteinn Sindri og síðast en ekki síst tékknesku tónlistarkonuna Marketa Irglova sem hefur hlotið Academy Award – verðlaunin.

Ólöf Arnalds mun koma fram á Breiðholt Festival.

Af ýmsum viðburðum má nefna dansnámskeið á vegum Real Collective, myndlistarsmiðju fyrir börn og fjölskyldur þeirra, hljóðinnsetningar og gjörninga í Ölduselslaug og matarmarkaður + fatamarkaður.

Tékkneska tónlistarkonan Marketa mun koma fram á Breiðholt Festival.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir! Fylgist með nánari upplýsingum á vefsíðu Breiðholt Festival og á Facebook síðunni þeirra.

Skrifaðu ummæli