BREIÐHOLT FESTIVAL VERÐUR HALDIÐ MEÐ POMPI OG PRAKT 14. ÁGÚST

0

13336059_782279845242473_390700784914655442_n

Breiðholt Festival verður haldið með pompi og prakt sunnudaginn 14. ágúst í Skúlptúrgarðinum við Ystasel og Ölduselslaug í grónum dal í Seljahverfi.

Dagskrárliðir eru af fjölbreyttum toga en þar má nefna:

Stofutónleikar með Pascal Pinon þar sem leikið er á píanó sem er eitt af fjórum sinnar tegundar, handsmíðað á Íslandi.

pascal Pinon

Pascal Pinon

Smáholt – vinnusmiðja; Komið og takið þátt í að byggja lítið Breiðholt – úr pappa! Pappakassar taka á sig nýja mynd og umbreytast í Seljakirkju, Mjóddina, Breiðholtslaug og fleiri byggingar. Tilvalið sunnudagskósý fyrir fjölskyldur og vini!

Kórus (kórtónleikar) syngur í Skúlptúrgarðinum á meðal kórfélaga eru Pétur Ben, Kira Kira, Valgeir Sigurðsson, María Huld Markan, Elín Hansdóttir, Kristín Anna og Gyða Valtýsdætur o.fl.

kira kira

Kira Kira

Sundlaugar-zumba, tónleikar og hljóðinnsetning eftir Paul Corley ofan í Ölduselslaug. Einstakt tækifæri til að láta sig fljóta um með Float flothettur í lítilli laug sem er yfirleitt ekki opin almenningi og hlusta á tónlist undir vatnsyfirborðinu.

Stofutónleikar í Gróðurhúsinu hljóðveri með Daníel Bjarnasyni á undirbúið píanó með rafívafi

Teikningar og sjálfsævisöguleg skrif eftir tónlistar- og myndlistarkonuna Lóu Hlín Hjálmtýsdóttur (FM Belfast) sem tengjast Breiðholti.

Lóa Hjálmtýsdóttir

Lóa Hjálmtýsdóttir

Hermigervill spilar steinsnar frá húsinu sem hann ólst upp í.

Markaður með mat frá ýmsum heimshornum, nýuppteknu grænmeti og vínylplötum

Á Facebook síðu hátíðarinnar er einn listamaður kynntur til leiks á hverjum degi fram að hátíðinni í stuttu spjalli um tengingu sína við Breiðholt og uppáhalds staði í hverfinu.

www.breidholtfestival.com

Comments are closed.