BRAKANDI FERSKIR STRAUMAR FRÁ HILDI VÖLU

0

Tónlistarkonan Hildur Vala var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband en það ber heitið „Ég held áfram.” Lagið er tekið af væntanlegri sólóplötu hennar sem kemur út í febrúar á næsta ári. Hildur Vala er að forselja plötuna á söfnunarsíðunni Karolinafund.com og hvetjum við alla til að kynna sér það nánar! Hildur Vala samdi lagið en textinn er eftir Dag Hjartarson.

Helgi Pétur Hannesson á heiðurinn að myndbandinu en margir þekkja hann sem trommuleikara hljómsveitarinnar Morðingjarnir.

Skrifaðu ummæli