Brain Police heldur upp á 20 ára afmæli

0

Brain Police.

Á morgun 29. desember heldur hljómsveitin Brain Police upp á 20 ára afmælið sitt á Gauknum og mun sveitin spila lög af öllum plötunum sínum. Gaukurinn er einnig að halda upp á sitt 35 ára afmæli en Brain Police er ein af fáum sveitum landsins sem hefur komið fram á öllum útfærslum staðarins.

Thrill Of Confusion.

Thrill Of Confusion mun sjá um upphitun en Platan þeirra Desolation kom út núna 23.Desember og munu þeir fagna því rækilega!

Miðaverð er aðeins 2.500kr og er einungis selt inn við hurð.

Skrifaðu ummæli