BRÁÐSKEMMTILEGT LAG OG MYNDBAND MEÐ ÓMÓTSTÆÐILEGU GRÚVI

0

lesula

Daði Freyr og Jökull Logi eru búsettir í Berlín þar sem þeir stunda nám við dBs Music Berlin, en þeir skipa hljómsveitina Lesula. Kapparnir voru að senda frá sér lag og myndband sem ber heitið „My Moves.“ 

Daði Freyr og Jökull Logi

Daði Freyr og Jökull Logi

Lagið er virkilega skemmtilegt en það er að mestu tekið upp í gömlu útvarpshúsi í Berlín sem heitir Funkhaus. Myndbandið er einnig hresst en þar sjást drengirnir umkringda góðum vinum, drekka bjór og skemmta sér.

„Við stefnum á að vera duglegir að gefa út fleiri lög snemma á næsta ári, við erum rétt að byrja!“ Daði Freyr

Hér er á ferðinni bráðskemmtilegt lag og myndband frá frábærri sveit sem gaman verður að fylgjast með á næstu misserum!

Skrifaðu ummæli