Börn túlka kátlega ádeilu á íslenska deitmenningu

0

„Unknown“ er fjórða útgefna lagið af plötunni „Wondering“ sem kom út í ágúst 2017 með tónlistarkonunni Rebekku Sif. Platan fékk góða dóma m.a. segir Arnar Eggert tónlistarrýnir Rásar 2 að Wondering sé „tilkomumikið byrjendaverk þar sem sterk söngrödd Rebekku er í forgrunni.“

Börn bregða sér í hlutverk fullorðinna í þessu skemmtilega myndbandi sem er kátleg ádeila á íslenska deitmenningu sem einkennist oftast af áráttu okkar íslendinga að borða of mikinn ís í öllum veðrum. Handritið var skrifað af Díönu Sjöfn Jóhannsdóttur sem sá einnig um leikstjórn en Rebekka Sif sá um upptöku og klippingu.

Einnig er lagið komið á Spotify

Rebekkasif.com

Skrifaðu ummæli