BORGARLÍFIÐ, TÓMLEIKINN OG TÓKÝÓ

0

vil-5

Hljómsveitin Vil var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „På plads.“ Vil kemur frá Þýskalandi  og er skipuð þeim Julius og Mariu en Julius er um þessar mundir búsettur á Íslandi.

Lagið fjallar um borgarlífið, tómleikann og SuperBrugsen en myndbandið er tekið upp í Tókýó í japan og er gert af bróður Julius, Jonas Rothlaender og kærustu hanns Evu Mariu.

vlcsnap-2016-12-14-02h10m12s205

Fyrsta plata sveitarinnar Mens vi falder stille kemur út 3. febrúar á vegum  ListenCollective útgáfunnar og kemur hún út á vínyl, geisladisk og digital.

„Okkur þykir mjög gaman að spila á óhefðbundnum tónleikastöðum og hafa staðir eins og gamalt baðhús í Kaupmannahöfn, í gallerí í Malmö, í verslunum, kaffihúsum og nokkrum stofum heima hjá fólki í Þýskalandi orðið fyrir valinu.“ – Julius.

vil-3

Julius og Maria

Vil er á leiðinni í tónleikaferð strax í Janúar og eru viðkomustaðirnir Danmörk, Svíþjóð og Þýskaland svo fátt sé nefnt. Tónleikarnir verða með afar sérstöku sniði en þar hlusta áhorfendurnir á tónleikana í gegnum heyrnartólin sín.

Skrifaðu ummæli