BOOGIE TROUBLE, SKÚLI MENNSKI OG BÁRUJÁRN Á HÚRRA Í KVÖLD 18. MAÍ

0

bó1

Hljómsveitirnar Boogie Trouble, Skúli Mennski ásamt hljómsveit og Bárujárn koma fram á tónleikum á skemmtistaðnum Húrra í kvöld (18. maí). Um er að ræða þrjár afar ólíkar hljómsveitir sem eiga fátt sameiginlegt annað en það að deila æfingarhúsnæði. Stemningin verður því í senn heimilisleg og fjölbreytt.

bó

Hljómsveitin Boogie Trouble.

Bárujárn ríður á vaðið með kröftugu brimbrettarokki sínu. Sveitin vinnur nú hörðum höndum að upptökum á annarri breiðskífu sinni og mun leika efni af henni í bland við eldri smelli. Næst stígur á svið Skúli mennski ásamt hljómsveit sinni. Tónlist Skúla er ættuð úr amerískum blús og þjóðlagahefðum. Skúli hefur gefið út fjórar hljóðversplötur og eina tónleikaplötu. Boogie trouble endar svo kvöldið með sinni léttu en munúðarfullu diskótónlist. Sveitin sendi nýverið frá sér sína fyrstu breiðskífu sem hefur hvarvetna hlotið einróma lof.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 1.500 krónur.

 

 

Comments are closed.