BOOGIE TROUBLE BLÆS TIL HELJARINNAR ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á HÚRRA Í KVÖLD

0

BOOGIE TROUBLE 2

Útgáfutónleikar Boogie Trouble verða í kvöld á Húrra og mun hljómsveitin Mosi Musik sjá um upphitun. Að þessu sinni verður öllu til tjaldað og öll lögin verða í fínustu sparifötunum.

Boogie Trouble gaf nýverið út plötuna Í bænum og hefur verið um þrjú ár í vinnslu og ríkir mikil gleði í herbúðum sveitarinnar vegna útgáfunnar. Platan inniheldur níu lög hvert öðru kraftmeiri og fjalla þau um allt frá stanslausu stuði í Diskósnjó, um mökunartilburði landsmanna í titillaginu í bænum yfir í dauða og greftrun í lokalaginu Moldun, allt undir takföstum bumbuslætti fetiltrommunnar.

BOOGIE TROUBLE LJÓSMYND þÓRIR bOGASON

Hljómsveitin Boogie Trouble hefur starfað frá því í árslok 2012 og komið víða fram á ferli sínum, vakið kátínu hvarvetna, brætt og bætt hjörtu og haft óbeina aðkomu að getnaði þónokkurra króga. Boogie Trouble skipa að þessu sinni Klara Arnalds; söngkona, Ingibjörg Elsa Turchi; bassaleikari ótal íslenskra hljómsveita, Þorvaldur Ingveldarson; trommuleikari og hjartaknúsari, Sunna Karen Einarsdóttir; hljómborðsleikari og stolt Ísfirðinga, Sindri Freyr Steinsson, gítarleikari og loks Arnar Birgisson; slagverksleikari og stuðuppihaldari.

Herlegheitin byrja kl. 21:00 og kostar litlar 2000 kr inn.

Comments are closed.