BOGOMIL OG FLÍS FAGNA 10 ÁRA AFMÆLI BANANAVELDISINS Á KEX

0

HINN stórundarlegi karakter Bogomil Font sendi frá sér Bananaveldið fyrir ellefu árum og í tilefni þess ætlar hann að halda uppá tíu ára afmæli plötunnar, einu ári of seint.

Á plötunni spilaði hið fjölhæfa djasstríó Flís sem skipað er þeim Davíð Þór Jónssyni, Helga Svavari Helgasyni og Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni. Einnig koma fram þeir Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari og Róbert Reynisson gítar- og ukulele-leikari.

Platan kom út á vegum Smekkleysu og á plötunni er öll lögin í kalypsó-stíl og eru eftir kalypsó-kónginn Roaring Lion. Textarnir sem eru á íslensku og eru allir eftir Bogomil sjálfan. Platan geymir gullmola á borð við „Veðurfræðingar,“ „Perlur fyrir svín“ og „Eat Your Car.“

Tónleikarnir verða haldnir fimmtudaginn 4. maí kl 21:00 á Kex.

Skrifaðu ummæli