BMX SNILLINGAR Á VEGUM VANS FÓRU Á KOSTUM Á ÍSLANDI

0

vans-2

Nú fyrir skömmu kom hópur af frönskum BMX köppum til landsins á vegum skófyrirtækisins Vans Off The Wall. Iðulega voru myndavélarnar á lofti enda ferðin ætluð sem slík og úr varð rúmlega þrettán mínútna myndband sem ber heitið „The Palmistry.“

vans

Hópurinn fór víða og má sjá þá á helstu kennileitum landsins en einnig þræddu þeir götur Reykjavíkur. Bmx snillingurinn Anton Örn Arnarson tók vel á móti frökkunum og kynnti hann þeim fyrir Bmx senunni á Íslandi og helstu stöðunum til að stunda þá iðju.

Þeir sem koma fram í myndinni eru: Matthias Dandoids, Justin Fouque, Theo Zannettacci, Alexandre Valnetino og Anton Örn Arnarson.

Skrifaðu ummæli