BMX BRÓS

0

bmx_efst

Benedikt Benediktsson og Magnús Bjarki Þórlindsson eru BMX BRÓS en þeir hafa heldur betur slegið í gegn í Ísland Got Talent. Albumm hitti þessa hæfileikaríku kappa í parkinu í Hafnarfirði en þeir sögðu Albumm frá því hvernig þeir byrjuðu á BMX, hvað kom til að þeir tóku þátt í Ísland Got Talent og hvað þeir mundu gera við tíu milljónir ef þeir standa uppi sem sigurvegarar.


Hvað hafið þið verið að hjóla lengi?

Benni: Ég hef alltaf haft gaman af því að hjóla. Þegar ég var svona tíu ára þá smíðaði pabbi fyrir mig pall í götunni heima ég byrjaði að stökkva þar á einhverju drasl fjallahjóli. Ég var á hinum og þessum hjólum þangað til ég var svona þrettán eða fjórtán ára en þá keypti ég mér mitt fyrsta BMX hjól, ég er tvítugur í dag þannig ég er búinn að vera á BMX í sex eða sjö ár og alltaf jafn gaman og verður bara skemmtilegra.

457957_3522083498588_423891106_o (1)

Magnús: Þetta er mjög svipað hjá mér en ég fékk áhugan á þessu svona sjö eða átta ára og þá kom einhver sýning til landsins sem hét Extreme Team þar voru körfuboltamenn að troða og gaurar að hjóla. Ég horfði á það og fékk bara æði. Ég fékk mér fjallahjól þegar ég var tólf ára og var á því í ár en fékk mér svo BMX hjól og er því búinn að hjóla í sjö ár.

321917_2940546760533_2063421988_o

Benni: Möguleikarnir á BMX eru svo miklu fleiri.

Magnús: Maður var líka svo lítill þá, ef maður hefði verið á aðeins minni hjólum þá hefði maður örugglega getað gert meira.

getimage.php

Benni: Maður sá vídeó á netinu af gaurum gera allskonar svona combo línur, manual, Slæda og maður var bara „hvernig fara þeir að þessu“ manni langaði að læra þetta . Það voru flestir farnir að kaupa sér BMX hjól í kringum mig þannig maður bara fékk sér eitt. Maður var líka strax miklu betri á BMX en á fjallahjóli.

Magnús: Ég var líka alltaf á skatepörkum á fjallahjóli og passaði eiginlega ekkert inn, það voru allir annaðhvort á bretti eða á BMX.

_DSC1643

Benni í Skateparkinu í Hafnarfirði

_DSC1677

_DSC1669

Hefur BMX senan á Íslandi breyst mikið frá því að þið byrjuðuð að hjóla?

Benni: Það voru ótrúlega margir að stunda þetta þegar ég var svona tólf ára það var svona bóla sem kom yfir landið en svona þremur árum seinna þá hættu ótrúlega margir en í dag eru aftur mjög margir byrjaðir á BMX og ótrúlega margir krakkar og þá sérstaklega eftir námskeiðin hjá mér og Antoni. Síðasta sumar komu um hundrað krakkar á BMX námskeið til okkar þannig þetta er stærra sport en maður heldur.

Magnús: Við vorum svona sjö manna crew á Selfossi það entist fyrstu þrjú árin en svo hættu flest allir.

Benni: Menn eignast kærustu eða kaupa sér bíl og það verður mikilvægara (hlátur). Ég er kominn með bæði en er samt ekki hættur á BMX.

Magnús: Maður hafði líka svo mikinn áhuga og maður náði árangri.

Benni: Ef maður nær ekki árangri þá hættir maður. Maður er alltaf að ná einhverju nýju og það er það sem heldur manni í þessu.

_DSC1661

Magnús: Um hverja helgi tók ég strætó til Reykjavíkur og hitti strákana það hjálpaði mér mjög mikið. Ég gisti oft hjá Anton og svona en þá var ég bara fimmtán ára og Anton nítján ára, Anton alltaf með einhvern fimmtán ára gaur í eftirdragi (hlátur).

_DSC1688

Benni, Magnús og Anton

(Sameiginlegt edit frá Benna, Magga og Bjarka)

Hvað sögðu mamma þín og pabbi við þessu?

Magnús: Í fyrstu leist þeim ekkert á þetta og vissu ekkert hvaða strákar þetta voru en svo kynntumst við öll og þau sáu að ég var alltaf að gista hjá Antoni og það var ekkert mál.

Benni: Við tókum roadtrip árið 2011 og eftir það urðum við allir bestu vinir. Við höfum tekið roadtrip á hverju ári og stefnum á eitt tíu daga í sumar. Fyrsta roadtrippið var frekar klikkað við vorum fimm Ég, Maggi, Gulli, Anton og fyrrverandi kærastan hanns Antons. Við fórum hringinn í kringum landið og stoppuðum allstaðar! Gistum í tjöldum og grilluðum öll kvöld.

(Fyrsta edit-ið hans Benna)

Eru hjólin tekin með í þessar ferðir?

Benni: Já algjörlega við erum á bílum og svo stoppum við bara þar sem við viljum og finnum staði til að hjóla á.

_DSC1526

Magnús: Við gerðum vídeó frá þessari ferð sem rataði svo inná fullt af erlendum hjólasíðum.

Hjólið þið alla daga?

Benni: Eins oft og við getum en veðráttan er ekkert til að hrópa húrra yfir en skateparkið í Hafnarfirði er alveg búið að redda okkur! Seinustu árin erum við búnir að vera í bílakjöllurum með kannski eitt skitið rail og kannski kicker. Maður nýtur þess og hefur gaman af því en ég veit ekki hvað maður mundi endast lengi í svoleiðis umhverfi. Í fyrsta skipti kemur maður betri inn í sumarið en maður fór úr því.

(Nýlegt Edit frá Magga)

Hvernig kom það til að þið tókuð þátt í Ísland Got Talent sem BMX Brós?

Benni: Það vantaði semsagt fjölbreytni í þáttinn og það var haft samband við Anton sem er stærsta nafnið í þessu á Íslandi. Hann var spurður hvort hann vildi taka þátt en hann var að fara til Kaliforníu þannig hann gaf upp númerið hjá mér, Magga, Sindra og Bjarka. Ég og Sindri ætluðum að taka þátt en Sindri er ekki eins athyglissjúkur og við þannig ég var bara einn á báti hringdi þá í Magga og hann sló til. Við vissum ekkert hvað við vorum að fara að gera og við æfðum atriðið okkar korteri áður en við fórum á svið.

11083946_437609489724690_8471610511485837403_o (1)

Það voru allir að fíla þetta í tætlur og það var mjög gaman að sjá viðbrögðin hjá fólkinu í salnum. Þetta getur gert mjög gott fyrir sportið þannig við ákváðum að halda áfram og taka þetta á næsta level.

10359061_437610279724611_6206450531348612945_o

Þegar við fórum í undanúrslit þá var þetta algjörlega komið á annað level, risa production team og mikið pælt í myndatökunni og miklar æfingar. Við ákváðum að leggja okkur alla fram og vera ekkert að spara neitt fyrir úrslitaþáttinn ef við kæmumst áfram.

11009405_437610783057894_8401008639726646856_o

Það tókst allt sem við gerðum og það var rosaleg stemmning, salurinn stóð upp fyrir okkur þegar við kláruðum og dómnefndin var orðlaus Jón Jónsson er yfirleitt mjög orðheppinn en hann vissi ekkert hvað hann ætti að segja en hann sagði að við værum flottar fyrirmyndir, við erum að fíla það. Við komumst í topp þrjú og svo heyrðum við bara hrópað BMX BRÓS! Við hoppuðum um þarna eins og einhverjir dvergar þetta var mjög skemmtileg tilfinning.

10604426_437615099724129_1371461417226458283_o

Hvað tekur nú við?

Benni: Við erum á fullu að undirbúa atriðið fyrir Sunnudaginn. Það verða miklu fleiri trikk og miklu erfiðari og hættulegri trikk. Við verðum að fara alla leið til að vinna þetta og það er það sem við ætlum að gera.

_DSC1704

Hvað á að gera við tíu milljónir ef þið vinnið?

Benni: Það fyrsta sem við gerum er að borga fjórar milljónir í skatt (hlátur). Okkur langar að taka BMX ferð saman, fagna sigrinum! Við ætlum að gefa sitthvorn hundrað þúsund kallinn í góðgerðarstarf en við erum ekki alveg búnir að ákveða hvað það verður en það kemur í ljós einnig langar mig að gefa systur minni smá svo hún geti leikið sér aðeins en svo fer restin í sparnað.

_DSC1706

Ætlið þið að vinna Ísland Got Talent 2015?

Benni: Já, við ætlum að vinna!

Magnús: Ójá!

Benni: Við ætlum að vinna fyrir jaðarsport á Íslandi!

Comments are closed.