Blússveit Þollýjar og Friðrik Karlsson leiða saman hesta sína

0

Blússveit Þollýjar og Friðrik Karlsson gítarleikari í Mezzoforte hafa leitt saman hesta sína og spilað kröftuga blústónlist um nokkurn tíma. Afrakstur þess samstarfs er nú kominn út á glænýrri tólf laga plötu sem ber heitið Sacred Blues. Er þar að mestu um frumsamda tónlist að ræða eftir bæði Þollý, söngkonu Blússveitarinnar, Friðrik Karlsson gítarleikara og Sigurð Ingimarsson ryþmagítarleikara. Lögin voru hljóðrituð live í Stúdíó Paradís nú í sumar og er Friðrik Karlsson útsetjari verkefnisins.

Blússveitina skipa Þollý Rósmunds söngkona, Friðrik Karlsson sólógítarleikari, Sigurður Ingimarsson söngvari og ryþmagítarleikari, Jonni Richter á bassa og Fúsi Óttars á trommur. Allt eru þetta reynsluboltar miklir og þungavigtarmenn í íslensku tónlistarlífi.

Útgáfutónleikar verða haldnir í Hard Rock kjallaranum miðvikudaginn 10. október klukkan 21.00 og húsið opnar klukkan 20.00. Miðasala er á tix.is og í anddyri.

Hér að neðan má heyra smá sýnishorn af nýju plötunni Sacred Blues og ber þetta lag heitið „Who will be next?”

Skrifaðu ummæli