Blússveit Þollýjar og Friðrik Karlsson bjóða til jólablúsveislu á Hard Rock

0

Ljósmynd/Ásta Magg

Blússveit Þollýjar og Friðrik Karlsson gítarleikari í Mezzoforte bjóða til jólablúsveislu á Hard Rock við Lækjargötu fimmtudaginn 13. des og hefjast herlegheitin klukkan 21.00. Boðið verður uppá jólalög í blúsbúningi ásamt lögum af nýútkomnum geisladisk Blússveitarinnar Sacred Blues sem hlotið hefur hreint út sagt frábærar viðtökur.

Blússveitina skipa: Þollý Rósmunds söngur, Friðrik Karlsson gítar, Jonni Richter bassa og Fúsi Óttars trommur. Sérstakur gestur að þessu sinni er Tryggvi Hubner gítarleikari sem er heiðursfélagi Blúsfélags Reykjavíkur 2018.

Húsið opnar klukkan 20:00 og hefjast tónleikarnir sem fyrr segir klukkan 21.00 og er miðasala í anddyri.

Hér má heyra smá sýnishorn af nýja geisladisknum Sacred Blues og ber þetta lag heitið „Who will be next.“

Skrifaðu ummæli