BLÚSROKK MEÐ SÆKADELÍSKU OG JAZZKENNDU ÍVAFI

0

Hljómsveitin Johnny And The Rest var að senda frá sér glænýtt og brakandi ferskt lag sem nefnist „I Will Never.“ Á síðasta ári sendi sveitin frá sér lagið  „It Ain´t Easy“ sem fékk frábærar viðtökur og það er greinilegt að drengirnir kunna sitt fag!

Johnny And The Rest spilar einskonar blúsrokk með sækadelísku og jazzkenndu ívafi en sú blanda er að virka einkar vel saman. „I Will Never“ er hresst og skemmtilegt lag sem ætti að fá hvert mannsbarn til að hrista búkinn og syngja með!

Skrifaðu ummæli