BLOKK OG HAUSAR Á PALOMA 30. JANÚAR

0

PALOMA BLOKK

Það er aldrei lognmola á skemmtistaðnum Paloma  en annaðkvöld (laugardagskvöld) ætlar allt um koll að keyra þegar Hausar og  Blokk ætla að heiðra líðinn með nærveru sinni. Blokk liðar sjá um herlegheitin á efri hæð staðarins en krúið er alls ekki af verri endanum. Áskell, Intr0beats, Simon Fknhndsm, Viktor Birgiss og Ómar E kunna að keyra trukkið í gang en þeir ætla að halda mannskapnum á tánnum til kl 04:30!

BLOKK 1

BLOKK

Kjallarinn verður heldur betur vel mannaður en eins og fyrr kemur fram eru það Hausar sem ætla að tjúlla mannskapinn upp eins og þeim einum er lagið! Ef þú hefur gaman af því að svitna og dansa þá ættirðu að hafa gaman af þessu! Drum & Bass verður að sjálfsögðu í fyrirrúmi enda Hausar ekki þekktir fyrir neitt annað.

Nightshock

NIGHTSHOCK

Dusk

DUSK

Hausar eru: Croax, Nightshock, Untitled og Junglizt en Sérstakir gestir verða ofurpródúsentarnir í Dusk!

Áskell Exclusive Albumm.is Dj Mix by Albummis on Mixcloud

Comments are closed.