BLÓÐ OG BLÖÐRUR Í NÝJU MYNDBANDI FRÁ WARMLAND

0

Ljósmynd: Jeaneen Lund.

Hljómsveitin Warmland var að senda frá sér glænýtt lag og myndband og er það frumsýnt hér á Albumm.is Lagið ber heitið „Overboard” og er þriðja lagið sem sveitin sendir frá sér. Arnar Guðjónsson og Hrafn Thoroddsen fengu til liðs við sig bandaríska ljósmyndarann og leikstjórann Jeaneen Lund til að leikstýra myndbandinu og kvikmyndatökumanninn Hákon Sverrisson til að skjóta myndbandið.

Í myndbandinu koma fram helstu stjörnur íslensku kabarett og dragsenunnar á Íslandi, þau Miss Mokki (Margrét Erla Maack), Gógó Starr, Deff Starr og Húlladúllan ásamt meðlimum Warmlands og aukaleikurum.

Warmland sem er að vinna að sinni fyrstu breiðskífu kemur fram á sínum fyrstu tónleikum á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves miðvikudaginn 1.nóvember í Iðnó kl.23:20.

Warmlandofficial.com

Instagram

Skrifaðu ummæli