BLISSFUL LOKAR SUMRINU MEÐ TRYLLTUM SMELLI

0

Tvíeikið Blissful sem er skipuð þeim Svölu Björgvinsdóttur og Einari Egilssyni gefa út glænýtt lag í dag sem ber heitið „Make it better.” Lagið var samið af Svölu og Einari í LA í sumar eftir Eurovision ævintýrið! Tónlist Blissful má lýsa sem blöndu af elektrói, RnB og poppi með afar persónulegum textum.

Í fyrra sendi sveitin frá sér lagið „Elevate” sem fékk vægast sagt frábærar viðtökur og var fjallað um það víðsvegar í erlendum fjölmiðlum:

„Catchy, hypnotizing melody, ELEVATE becomes an incredibly addictive, outside-the-box R&B hit.“- HILLYDILLY

“Elevate lives through Svala´s unique voice . For me one of the best songs in 2016! Welcome BLISSFUL to the music world. We want more!“ – KALTBLUT Magazine

„Kali is a mix of Lady Gaga and Björk, but without losing the authenticity.“- ELLE Magazine

Svala og Einar eru búin að vera iðin við að semja á árinu og er væntanleg EP plata frá þeim í haust. Einnig eru þau á fullu að undirbúa sína fyrstu tónleika sem verða væntanlega á Íslandi í vetur.

„Make It Better” var hljóðblandað af Randy Merrill frá Sterling Sound sem einnig hljóðblandaði nýjustu plötur Lorde, Adele, Rihönnu og Justin Bieber.

Það fer ekki á milli mála að lagið „Make it better“ tekur mann beinustu leið út í geim, umhverfis sólina og til baka. Hækkið og njótið!

Skrifaðu ummæli