BLINDFULLUR KJÚKLINGAMAÐUR SEM BÝR Í HOLRÆSUNUM

0

Hljómsveitin Pink Street Boys var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „WET.“ Pink Street Boys er ein helsta harðkjarnarsveit landsins en þeir kalla sko ekki allt ömmu sína! Töffaraskapurinn lekur af þeim og hvert sem þeir fara eða koma fram má búast við látum, svita og gleði!

„WET,“ er vægast sagt kjaftshögg í andlitið en slíkur er krafturinn og attitjútið að manni langar helst til að rífa sig úr að ofan og slamma! Myndbandið fjallar um kjúklingamann sem býr í holræsunum og er það tær snilld!

Skrifaðu ummæli