Blemish sendir frá sér sitt fyrsta lag – Indietronica

0

Tónlistarmaðurinn Blemish var að senda frá sér sitt fyrsta lag en það ber heitið „Shogun.” Bjarni Benedikstson eins og hann heitir réttu nafni er 24 ára Akureyringur, búsettur í Reykjavík en hann lýsir tónlist sinni sem elektrónísku indie eða jafnvel Indietronica! Kappinn er undir miklum áhrifum frá  “DIY” (do it yourself) “Bedroom poppi og hipp hoppi. Efst á baugi eru tónlistarmenn eins og Clams Casino, Shlohmo og Elliott Smith svo fátt sé nefnt.

„Shogun” er virkilega skemmtilegt lag og gaman verður að fylgjast með þessum hæfileikaríka tónlistarmanni!  

Skrifaðu ummæli