BLAZROCA FRUMSÝNIR NÝTT MYNDBAND OG KVEIKIR Í KVÖLDINU

0

blaz

Rapparinn og sjónvarpsstjarnan BlazRoca (Erpur Eyvindarson) frumsýnir glænýtt myndband og lag sem ber heitið „Fýrupp!“  á Tívolí Bar annaðkvöld föstudag. Lagið er unnið af Joey Frazier og mixað/masterað af Balatron. Myndbandið er unnið af ungstirni rappmyndbandanna, Hlyni Hólm.

Gestir eru hvattir til að mæta snemma og gæða sér á öl og sterkustu pizzu í heimi í boði Ugly Pizza. Landaboj$ spúa eldi, BlazRoca fýrar upp lifandi sinfóníum og Dj Moonshine heldur uppi stuðinu fram á rauða nótt!

Látum eitt stórgott með meistaranum fylgja með til að koma okkur í gírinn!

Comments are closed.