BLÁSKJÁR SENDIR FRÁ SÉR SÍNA FYRSTU EP PLÖTU 13. MAÍ

0

bláskjár 2

Tónlistarkonan Bláskjár sendir frá sér sína fyrstu EP plötu, föstudaginn 13. maí næstkomandi. Platan sem ber nafnið As I pondered these things, inniheldur fimm lög, þar sem tónlistarkonan fjallar um ástir, sorgina og lífið á einlægan hátt.

Bláskjár er hliðarsjálf og sólóverkefni tónlistarkonunnar Dísu Hreiðarsdóttur. Tónlist Bláskjás er blanda af neó-klassískri og elektrónískri alþýðutónlist, þar sem áhersla er lögð á að segja sögur og túlka tilfinningar. Tónlistarkonan gaf út tvær smáskífur á síðasta ári og hefur sú seinni, „Silkirein“ vakið mikla athygli og var meðal annars valin íslenska lag ársins 2015 á tónlistarblogginu Rokmusik ásamt því að komast inná lista yfir 150 bestu lög ársins hjá tónlistarblogginu Beehype.

„Another great new talent from Iceland, Bláskjár mixes electronic and neo-classical music with 17th century poetry in her beautiful debut video.“  – Beehy.pe

bláskjár

Bláskjár mun svo koma fram á tónleikaröðinni Teppið í Tjarnarbíói, þann 17. maí næstkomandi ásamt tónlistarkonunni ÍRiS. Á tónleikunum verður kafað dýpra ofan í tónsmíðarnar og sögurnar á bak við lögin verða sagðar. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og er frítt inn á viðburðinn

Platan verður fáanleg, sem rafrænt niðurhal, á bandcamp.com en einnig er hægt að kaupa geisladiska í takmörkuðu upplagi beint frá tónlistarkonunni með því að panta eintak í gegnum facebook. Platan verður aðgengileg innan skamms á tónlistarveitum eins og spotify, itunes og tónlist.is.

Comments are closed.