Blanda saman tónlist og spjalli með sálfræðilegum pælingum

0

Tónlistarparið Hjalti Jónsson og Lára Sóley Jóhannsdóttir voru að senda frá sér lagið „Hamskipti.“ Titill lagsins vísar í HAM (hugræna atferlismeðferð), en Hjalti starfar sem sálfræðingur.

Dúóið er einnig á leið í tónleikaferð um norðurlandið sem ber sama heiti, en þar blanda þau saman tónlist og spjalli með sálfræðilegum pælingum.

Lagið er unnið í samstarfi við Stefán Örn Gunnlaugsson hjá Stúdíó Bambus.

Skrifaðu ummæli