Black Kross Tattoo fagnar eins árs afmæli sínu – Öllu til tjaldað!

0

Húðflúrstofan Black Kross Tattoo fagnar eins árs afmæli um þessar mundir og af því tilefni verður blásið til heljarinnar afmælisveislu laugardagskvöldið 15. September. Mikið verður um dýrðir og verður öllu tjaldað til en fjöldinn allur af listamönnum kemur fram og afmælistilboð verða í boði fyrir gesti og gangandi.

Fram koma: Alexander Jarl, Ragga Holm, Kilo, Balatron, BLKPRTY og fleiri! Herlegheitin byrja stundvíslega kl 21:00 og er Black Kross Tatto staðsett í Hamraborg 14a.

Skrifaðu ummæli