BJÖSSI THOR BAND SPILA Á MÚLANUM

0

Á næstu tónleikum haustdagskrár Jazzklúbbsins Múlans, á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu, miðvikudaginn 29. nóvember mun gítarleikarinn dáði Björn Thoroddsen koma fram ásamt hljómsveit sinni, Bjössi Thor Band. Tríóið leikur í bland jazz, blús og rokkættaða tónlist sem getur farið í allar áttir, en þar liggja rætur Björns sem tónlistarmanns. Víðsýni verður undirtónn þessa tónleika, ekkert er heilagt. ásamt Birni koma fram bassaleikarinn Jóhann Ásmundsson og trommuleikarinn Sigfús Óttarsson.

Alls ellefu spennandi tónleikar verða á dagskránni alla miðvikudaga fram í byrjun desember. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og fara fram á Björtuloftum, 5. hæð Hörpu og er miðaverð kr. 2000, 1000 kr. fyrir nemendur og eldri borgara, miðar fást í miðasölu Hörpu, harpa.is og tix.is

Múlinn er á sínu 21. starfsár en hann er samstarfsverkefni Félags Íslenskra Hljómlistarmanna (FÍH) og Jazzvakningar. Klúbburinn heitir í höfuðið á Jóni Múla Árnasyni sem jafnframt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu.

Skrifaðu ummæli