BJÖRK KEMUR FRAM Á ICELAND AIRWAVES

0

bjork

Tónlistarhátíðin Iceland Airwaves nálgast óðfluga og er það mikið fagnaðarerindi fyrir tónlistarfólk út um allan heim! Nýjustu fréttir eru að sjálf Björk okkar Guðmundsdóttir blæs til heljarinnar tónleika í Eldborgarsal Hörpu laugardaginn 5. Nóvember næstkomandi. Það er ekki á hverjum degi sem Björk spilar á klakanum og er þetta því mikið fagnaðarerindi!

Björk fékk glæsilega dóma fyrir tónleika sína á dögunum í Royal Albert Hall og er því greinilegt að daman er í hörkugír og má búast við heljarinnar tónleikum umrætt kvöld.

Þau sem eru búin að kaupa sér miða á Iceland Airwaves 2016 fá forskot á miðakaupin en miðasalan fer af stað fimmtudaginn 29. September, fyrstir koma fyrstir fá!

Hægt er að nálgast miða á hátíðina hér.

http://icelandairwaves.is/

Comments are closed.