BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR VALIN BESTI ALÞJÓÐLEGI KVENLISTAMAÐURINN Á BRIT AWARDS

0

björk brit awards

Brit Awards tónlistarverðlaunin fóru fram í 02 höllinni í Lundúnum í gærkvöldi en Björk Guðmundsdóttir hlaut verðlaun sem besti alþjóðlegi kvenlistamaður. Björk var alls ekki í slæmum félagsskap en Lana Del Rey, Country Barnett, Meghan Trainor og Ariana Grande voru einnig tilnefndar í sama flokki.

björk brit awards 2

Björk var ekki viðstödd afhendinguna en hún birtist á risastóru tjaldi og þakkaði fyrir besta titil allra tíma sem er að sjálfsögðu besti alþjóðlegi kvenlistamaður.

Glæsilegur árangur hjá hinni einu sönnu Björk en hér að neðan má sjá stutt myndband af þakkarræðu Bjarkar.

Comments are closed.