BJÖRK ENDURUPPGÖTVAR ÁSTINA Á ANDLEGAN HÁTT

0

Tónlistarkonan Björk sendir í dag frá sér glænýtt myndband við lagið „The Gate.” en það er tekið af væntanlegri plötu Bjarkar Utopia. Það má segja að platan sé beint framhald af plötunni Vulnicura sem kom út árið 2015 en Björk segir að sú plata hafi verið um afar persónulegan missir, en nýja platan sé um að enduruppgötva ástina á andlegan hátt.

Myndbandið er einkar glæsilegt en listamaðurinn víðfrægi Andrew Thomas Huang á heiðurinn af því! Múndering Bjarkar hefur ávallt vakið verðskuldaða athygli en í myndbandinu skartar hún hönnun frá Gucci’s Alessandro Michele.

Myndbandið var frumsýnt á vefsíðunni Nowness.com fyrr í dag.

Bjork.com

Skrifaðu ummæli