BJÖRGVIN HALLDÓRSSON MEÐ STÓRTÓNLEIKA Í HOFI AKUREYRI NÆSTKOMANDI LAUGARDAGSKVÖLD

0

bo 3

Laugardaginn 31. október verður efnt til sannkallaðra stórtónleika í Hofi Akureyri þar sem Björgvin Halldórsson flytur úrval laga úr efnisskrá sinni. Þar verður rifjaður upp einstakur ferill Björgvins ásamt völdum hljóðfæraleikurum í rúm 40 ár í tónum og tali, allt frá því hann var kosinn poppstjarna ársins árið 1969 til dagsins í dag, með viðkomu hjá HLH, Brimkló, Lónlí Blu Boys, Eurovision og Hjartagosunum og jöfnum höndum sungin Íslandslög, rokklög, ballöður af dýrari tegundinni og kántrí. Meðal þeirra hljóðfæraleikara sem munu koma fram með Björgvini eru þeir Þórir Úlfarsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón E. Hafsteinsson og Friðrik Sturluson.

Bo2015ConsertoHofiHeilsidasmall

Björgvin hefur framleitt ótal plötur og sungið á rúmlega 800 hljóðritum sem einsöngvari sem og stjórnað upptökum á plötum með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum.
Björgvin Halldórsson er löngu orðinn þjóðsagnapersóna fyrir snaggaralegar athugasemdir sínar um menn og málefni, hann er hafsjór af fróðleik um tónlist frá öllum tímum, hann er mikill náttúruunnandi og lífskúnstner, en fyrst og fremst er hann fagmaður í tónlist. Björgvin hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með fremstu tónlistarmönnum okkar og hann hefur haft afgerandi áhrif á samtíð sína og þann stóra hóp tónlistarfólks sem hefur unnið með honum í gegn um árin.

bo 1
Það má búast við sannkallaðri veislu í Hofi á laugardaginn og ættu því allir að næla sér í miða sem allra fyrst!
Hægt er að kaupa miða hér

 

Comments are closed.