BJÓ Í NAMIBÍU Í TÍU ÁR EN SURFAR NÚ VIÐ STRENDUR ÍSLANDS

0

IMG_5837

Brimbrettakappinn Róbert Orri Stefánsson er einn helsti surfari landsins og þó víðar væri leitað en kappinn var að senda frá sér brakandi ferskt myndband.

IMG_7582

Þegar Róbert var aðeins tíu ára gamall flutti hann með foreldrum sínum til Namibíu en þar bjó hann í tíu ár. Kappinn kynntist fljótlega surfi en það má segja að það hafi verið ást við fyrstu sín! Þegar á klakann var komið var ekkert annað í stöðunni en að finna strendur og öldur og halda surfinu áfram, en einnig hefur Róbert ferðast víða til að stunda það sem hann elskar mest.

IMG_7288

„Mig hefur alltaf langað til að gera surf mynd hérna heima. Myndin er tekin upp á tveimur dögum um haust og vetur og loksins er hún tilbúin“ – Róbert

Hér er á ferðinni virkilega skemmtileg surf mynd og okkur hlakkar til að sjá meira!

Comments are closed.