BJARKI HARÐARSON (BMX)

0

bjarki face

Bjarki Harðarson er sextán ára BMX snillingur úr Kópavogi. Bjarki hefur hjólað í nokkur ár og hefur náð mjög góðum árangri. Bjarki sagði okkur frá því hvernig var að hjóla og búa í Flórída, hvernig það er að vera á BMX á Íslandi og fræddi okkur um BMX senuna á Íslandi sem fer ört stækkandi.


Hvernig fékkst þú áhuga fyrir BMX

Ég byrjaði á BMX sumarið fyrir sjötta bekk. Ég notaði hjólið aðalega til að reiða vini mína á milli staða í skólann og svona en var farinn að hoppa eitthvað smá. Ég byrjaði að graffa á fullu og minkaði þá aðeins að hjóla. Vinir mínir voru alltaf að skeita í Garðabæ og ég kíkti stundum með þeim, þar sá ég Anton en hann var á hjóli sem mér fannst geðveikt cool. Ég byrjaði að tala við hann og hann var mjög opinn og nice og mér fannst menningin í kringum þetta geðveikt cool. Þeir voru alltaf að segja mér að kaupa mér hjól og að ég gæti stokkið og svona og mér fannst ég hafa einhvern séns í þetta. Mér fannst fótbolti alltaf leiðinlegur ég var smá á snjóbretti, ég er alveg að dýrka svona action sports! Ég flutti svo til Flórída þegar ég var í sjöunda bekk og ég keypti mér hjól þegar ég kom út. Ég kynntist fólki í kringum þetta og komst meira inn í þetta.

bjarki crankarm grind breiðholt

Af hverju fluttirðu út til Flórída

Mamma og pabbi vildu breyta til en ég var ekki alveg að fíla það. Ég byrjaði í skóla í Flórída og Fyrstu tveir mánuðirnir voru algjört helvíti það var búið að segja við mig að fyrstu tveir til þrír mánuðirnir yrðu ekkert rosalega skemmtilegir. Ég tengdi ekkert rosalega vel við fyrsta skólann sem ég var í en svo fluttum við aðeins ofar í Orlando og þá fór ég í annan skóla og eignaðist vini þar. Ég mundi alveg grípa tækifærið ef það kæmi að flytja aftur til útlanda.

Var ekki góð aðstaða til að hjóla útí Flórída

Jú mjög, Vans parkið er í Orlando  sem er mjög gott park og þar er alltaf gott veður og pabbi nennti alltaf að skutla mér í pörkin. Mamma og pabbi voru og eru mjög supportive og keyptu fyrir mig hjól og allan pakkann og ef ég meiddi mig þá var ég bara að chilla með þeim, vorum mjög mikið saman þannig þau hjálpuðu mér alveg feitt. Ég og Anton kíktum út í fyrra, ég var í mánuð en hann í þrjár vikur og við kíktum upp til Tampa og hittum vini mína þar. Við fórum í Skatepark of Tampa og þar var gaur að filma okkur sem vann hjá Espn en er núna með vefsíðu sem heitir http://unionbmx.jimdo.com/  Hann kom svo til Íslands í sumar og var í tvær vikur og gisti hjá Antoni. Við fórum með hann í smá minitrip í nálægð við Reykjavík.

Hvað ertu  búinn að hjóla lengi

Ég er búinn að hjóla í fjögur ár ég var mjög fljótur að læra fullt af trikkum. Ég var mjög stoked á því og varð mjög fljótt nokkuð góður. Þegar ég flutti heim gerði ég fyrsta vídeóíð mitt og fékk mjög gott feedback á það.

Hvað er þetta stórt sport á Íslandi og mundirðu flokka þetta sem sport

Ég veit það ekki þetta er bara eitthvað sem maður gerir það má alveg flokka þetta sem lífstíl. Við erum alltaf á hjólunum niðrí bæ t.d. á Ingólfstorgi, Fífunni eða hjá Hörpunni, bara reyna að finna eitthvað gott. Við förum líka í bílageymslurnar eins og í Smáralindinni og Bónus hjá Ikea. Við förum alltaf í roadtrip einu sinni á ári en ég komst ekki seinast af því að ég fótbrotnaði, en fer næst. Við erum um tíu til fimmtán strákar sem stundum þetta af krafti. Þetta er mjög sterkur hópur og við hittumst mikið og gerum mikið saman eins og um helgar þá hittumst við hjá strák sem heitir Tómas sem er með skúr og þar horfum við á hjólakeppnir og bara chillum. Það er rosalega góð menning í kringum þetta meðað við hvað við erum fáir. T.d. eins og í Ameríku ef það er smá vindur þá fer enginn út að hjóla en hérna heima förum við út að hjóla sama hvernig veðrið er, förum bara í lopapeysu.

bmx1

Er dýrt að stunda BMX

Já ég mundi segja það sérstaklega á Íslandi en ég er svo heppinn að amma fer oft til Flórída og þá kaupir hún parta á hjólið fyrir mig og gefur mér það yfirleitt. Ég er kominn með vinnu núna þannig sumt er ég að borga sjálfur. Það eru rosalega háir tollar á þessu ef maður pantar þetta að utan.

Það virðist vera að þeir sem stunda BMX á Íslandi eru mjög góðir

Já algjörlega sem er frekar fáranlegt þar sem við fáum um fjóra til fimm góða mánuði á ári til að hjóla eitthvað af viti og restin er bara bílakjallarar en maður reynir að gera eins gott og maður getur úr því. Anton t.d. er orðinn mjög þekktur úti og er kominn með mjög flotta sponsa, Maggi er líka mjög góður, flest allir eru mjög góðir!

bmx2

Eru einhver íslensk fyrirtæki að sponsa BMX fólk á Íslandi

Mohawks, Örninn og Smash eru að sponsa. Ég pæli samt voðalega lítið í sponsi maður nennir ekki að vera að pota sér að allstaðar ef þetta kemur þá kemur það. Málið er að gera t.d. góð vídeó og koma þeim á góðar síður. Flest af okkar vídeóum rata á mjög flottar síður eins og http://bmx.transworld.net/ og http://www.vitalbmx.com/ Svo auðvitað að keppa og svona en mér finnst ekkert sérstaklega gaman að keppa. Við fórum á keppni úti en sú keppni var aðallega í bowl þannig ég horfði bara á enda ekki mikið um bowl fyrir BMX á Íslandi. Street er að fá miklu meiri athygli núna og það er það sem við hérna heima erum að fókusa á enda ekki annað hægt! Þessi rhino pörk gera nú ekki mikið og parkið í Laugardalnum er ekki alveg að gera sig þó svo að ég fer þangað stundum, betra en ekkert. Það er mad respect á Lexa og Leon í Mohawks þeir eru að gera alveg ótrúlega mikið fyrir BMX senuna á Íslandi! Og einnig Mummi í vestmanneyjum en hann er með búð þar og heldur keppnir og svona.

bmx3

Er ekkert vesen að ferðast með hjólin t.d. til útlanda

Þegar maður er að fara til útlanda tekur maður stýrið af og dekkin og skellir þessu í tösku á milli landa og þá er maður bara með eina stóra tösku þannig jú jú smá vesen og smá höstl líka

bmx4

Er BMX eitthvað sem þig langar að gera í framtíðinni

Eins og staðan er núna þá er áhuginn mjög mikill þannig ég væri alveg til í að komast til útlanda og hjóla og svona, fá mér vinnu og fjármagna það þannig en auðvitað væri það draumur ef maður gæti fengið sponsa sem mundu borga manni vel og kannski verða pró.

bmx5

Telurðu að BMX senan eigi eftir að stækka á Íslandi

Já ég held það og sérstaklega ef maður tekur mið af BMX námskeiðinu sem Anton og Benni voru með seinasta sumar. Það var ótrúlega vel sótt og mikið af ungum efnilegum krökkum sem sóttu það. Sumir af námskeiðinu hringja enn í mig og biðja mig um að koma út að hjóla og ég segi bara já! Ég fékk séns á að hjóla með eldri gaurunum þegar ég var að byrja, það skiptir miklu máli að gefa til baka. Á BMX skiptir aldurinn engu máli, Það eru allir vinir! Planið er að fara til Woodward: http://www.campwoodward.com/bmx/bmx-news.html næsta sumar og vera þar í tvær vikur. Kynnast fólki og sjá hvað jafnaldrar manns eru að gera útí heimi. Mér finnst líka að við BMX gaurarnir hérna heima ættum að byggja upp sterkara crew, filma og koma okkur út, gera okkur meira worldwide og koma okkur ofar á heimskortið.

bmx námskeið

Comments are closed.