Birnir sendir frá sér sína fyrstu plötu – Skylduhlustun!

0

Tónlistarmaðurinn Birnir var að senda frá sér sína fyrstu plötu en hún ber heitið Matador. Birnir er einn vinsælasti rappari landsins og hefur nánast öll þjóðin raulað með lögum eins og „Út í geim” og „Ekki Switcha” svo fátt sé nefnt.   

Platan inniheldur níu lög en margir góðir gestir koma fram á plötunni og má þar t.d nefna Joey Christ, GDRN og Flóna svo sumt sé nefnt! Kollegar Birnirs lofa plötunni hástert enda mikið meistarastykki hér á ferð! Taktsmíðar og laga útsetningar er mestmegnis í höndum Young Nazareth en einnig á BNGRBOY góðan sprett á plötunni!

Það er ekkert annað í stöðunni en að skella á play, hækka í græjunum og njóta!

Skrifaðu ummæli