BIRNIR ER EITUR FERSKUR Í NÝJU LAGI OG MYNDBANDI!

0

Rapparinn Birnir var að senda frá sér brakandi ferskt lag og myndband sem ber heitið „Sama Tíma“ Birnir er ansi iðinn við tónlistarsköpun um þessar mundir en hann leggur nú lokahönd á sína fyrstu plötu! Kaððinn hefur komið víða við og meðal annars spilað með Herra Hnetusmjör og Joe Frazier en hann hefur verið að rappa um árabil en hann lifir og hrærist í hringiðju rappsins!

Fjölmörg þekkt andlit byrtast í myndbandinu og má þar t.d. nefna Aron Can og Sturla Atlas svo fátt sé nefnt. Það er íslenska plötuútgáfan Sticky Records sem gefur lagið út en það er í eigu Priksins!

 

Skrifaðu ummæli