BIRGIR STEINN SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ FALLING

0

birgir steinn

Tónlistarmaðurinn Birgir Steinn var að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem nefnist „Falling.“ Lagið er það fyrsta sem hann sendir frá sér undir eigin nafni en áður hefur hann gefið út tónlist undir nafninu September ásamt samstarfsfélögum sínum þeim Andra Þór Jónssyni og Eyþóri Úlfari Þórissyni. Kappinn er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann hefur unnið með listamönnum eins og t.d. Maríu Ólafs, Stefaníu Svavars og Sylvíu svo eitthvað sé nefnt. Einnig samdi Birgir Gay-Pride lagið í ár sem Bjartmar Þórðarson söng.

Birgir steinn 2

Lag og texti er eftir Birgir Stein og Andra Þór Jónsson en Arnar Guðjónsson hjá Aeronaut Studios sá um upptökur og hljóðvinnslu.

Lagið Falling er fyrsta lagið af væntanlegri EP plötu sem er væntanleg á næsta ári og gaman verður að fylgjast með þessum hæfileikaríka tónlistarmanni.

www.facebook.com/birgirsteinnmusic

https://www.instagram.com/birgirsstefans/

https://www.youtube.com/channel/UCTv3AfyYJqayCVXcIv_Pyeg

Comments are closed.