BÍÓ PARADÍS KYNNIR REYKJAVÍK WORLD INTERNATIONAL FILM FESTIVAL HELGINA 1. – 3. APRÍL

0

rvk world film festival

Bíó Paradís kynnir Reykjavík World International Film Festival í Bíó Paradís helgina 1. – 3. apríl 2016. 10 nýjar kvikmyndir frá öllum heimshornum verða sýndar, en markmiðið er að bjóða upp á kvikmyndir sem munu hafa víðtæk áhrif t.a.m. á nýjar kynslóðir kvikmyndagerðarmanna og allra áhugasamra áhorfenda, þar sem kvikmyndaveislan miðar að því að bjóða upp á afar fjölbreytt úrval kvikmynda. Um er að ræða kvikmyndahátíð sem færir fólk saman í að uppgvöta stórkostlegar kvikmyndir í alþjóðlegu samhengi.

In_Your_Arms_dansk-350x495

„In Your Arms“ verður sýnd ásamt 10 öðrum stórgóðum myndum á hátíðinni. Endilega kynnið ykkur nánar um myndirnar og hátíðina inn á: http://bioparadis.is/vidburdir/reykjavik-world-international-film-festival/

Hátíðin hefur ferðast víða m.a. til New York, Los Angeles, Toronto, Hong Kong, Singapore, Brisbane, Róm, Berlín, Amsterdam og Vínarborgar, við gríðarlegar vinsældir. Hátíðinni er ætlar að koma kvikmyndamenningu víðsvegar að úr heiminum á framfæri þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.  

Comments are closed.