BIGITAL SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ BANDALAG DAUÐRA DÚFNA

0

bigital bandalag cover

Á föstudaginn kemur út smáskífan „Bandalag dauðra dúfna“ af væntanlegri breiðskífu Bigital á öllum fáanlegum netveitum. Á tónlist.is á Íslandi – en allstaðar annars staðar í gegnum Believe Digital sem dreifa á Spotify, Googleplay, Deezer, o.s.frv.

2015-06-08 at 18-37-43

BIRGIR ÖRN

Lagið er alternatift rokk/popp í anda The Cure, Talking Heads og argentínska tangósnillingsins Astor Piazolla. Smáskífan gefur ágætis mynd af væntanlegri breiðskífu Bigital – „10 short stories“ – en það skiptir um tónlistarstefnu um miðbikið eins og ekkert sé sjálfsagðara. Það er óhætt að segja að platan hoppi á milli stílbragða en að renna í gegnum hana er svipuð upplifun og shuffle áður óþekktan playlista. Lagið er sungið af Kolbrúnu Magneu sem er þessa daganna stödd við rannsóknarstörf í Palestínu. Textinn, sem fjallar um að halda á vit ævintýranna, er þess vegna verulega við hæfi.

kolbrun palestina

KOLBRÚN MAGNEA

Lag og texti eru samin af Birgi Erni Steinarssyni. Lagið var hljóðritað í London, Reykjavík og Kaupmannahöfn af Birgi og Sigga Sigtryggssyni. Á bakvið lagið er vel valinn hópur tónlistarmanna; Henry Bowers-Broadbent (Kula Shaker, Jack Savoretti) á slagverki, Jak Berry á flautu, Ricardo Gosalbo á harmonikku, Siggi Sigtryggs (Skytturnar, Arashi, Tiger Town & Páll Óskar) og Birgir Örn Steinarsson á öll hin hljóðfærin.

Smáskífunni fylgir aukalagið (b-side) „Who needs heaven?“ sem er einyrkja-lag Birgis og inniheldur vangaveltur um trúarbrögð.

Comments are closed.