BIGITAL GEFUR ÚT SÍNA FYRSTU BREIÐSKÍFU

0

abstrakt cover

Bigital er hljómsveitarverkefni Birgis Arnar Steinarssonar, eða Bigga Maus, sem semur, útsetur og hljóðritar. Bigital sleppti lausu á YouTube sinni fyrstu smáskífu á fimmtudag en sveitin gerði nýlega samning við bresku útgáfuna Believe sem dreifir stafrænt út um allt.

Abstrakt! er alíslenskt hiphopp lag og er það enginn annar en Heimir Björnsson úr Skyttunum sem rappar. Heimir hefur lítið látið frá sér kræla upp á síðkastið en hefur þó birst sem gestur í hinum og þessum lögum. Bigital er einnig fyrsta verkefni Bigga síðan hann starfrækti rokksveitina Krónu fyrir um það bil fjórum árum síðan.

Heimir og Biggi

Þó svo að Abstrakt! sé fyrsti síngúll af væntanlegri breiðskífu Bigital gefur það ekkert endilega rétta mynd af plötunni þar sem það er eina hiphopp lagið. Eina regla Bigital er að henda öllum reglum út um gluggann. Allt er leyfilegt – og á plötunni er ítrekað hoppað á milli tónlistarstefna og jafnvel stundum í einu og sama laginu. Vel valinn hópur erlendra og innlendra tónlistamanna kemur fram á plötunni, sumir þekktir og aðrir ekki.

Söngvarar á fyrstu plötu Bigital eru ásamt Heimi, Rósa Björg Ómarsdóttir, Kolbrún Magnea Kristjánsdóttir og Birgir Örn Steinarsson.

Lagið Abstrakt! verður gert fáanlegt á Shazam og öllum netveitum sem bjóða upp á streymi þann 17. maí næstkomandi. Lagið fer svo í sölu á netverslunum um allan heim í byrjun júní. Önnur smáskífan er svo væntanleg á sjálfan þjóðhátíðardag Íslendinga, 17. júní. Breiðskífan ’10 short stories’ fær svo útgáfu um viku síðar, eða 23. júní.

Ákveðið hefur verið að framleiða plötuna aðeins á vínyl en nánar verður tilkynnt um þá útgáfu síðar. Í kjölfar vínylútgáfunnar verða svo haldnir útgáfutónleikar og annað slíkt, bæði hér heima og erlendis.

Comments are closed.