BESTU LÖG BJÖRGVINS Í HÁSKÓLABÍÓ 26. SEPTEMBER 2015

0

bo

Laugardaginn 26. september verður efnt til skemmtilega tónleika í Háskólabíó þar sem Björgvin Halldórsson flytur úrval laga úr efnisskrá sinni. Þar verður rifjaður upp einstakur ferill Björgvins ásamt völdum hljóðfæraleikurum  í rúm 40 ár í tónum og tali, allt frá því hann var kosinn poppstjarna ársins árið 1969 til dagsins í dag, með viðkomu hjá HLH, Brimkló, Hljómum,Lónlí Blu Boys, Eurovision og Hjartagosunum og jöfnum höndum sungin Íslandslög, rokklög, ballöður af dýrari tegundinni og kántrí. Meðal þeirra hljóðfæraleikara sem munu koma fram með Björgvini eru þeir Jón Ólafsson, Jóhann Hjörleifsson, Jón E Hafsteinsson og Friðrik Sturluson. Björgvin hefur framleitt ótal plötur og sungið á rúmlega 800 hljóðritum sem einsöngvari  sem og með hinum ýmsu listamönnum og hljómsveitum.

Þeir sem hafa fylgst með einstökum söngferli Björgvins Halldórssonar, allt frá því að hann var kosinn poppstjarna Íslands í Laugardalshöll í september 1969, telja það löngu tímabært – og um leið skemmtilegt að Björgvin efni til tónleika með jöfnu tímabili. Frá því undraverða ári 1969, þegar síðhærð ungmenni flykktust til Woodstock og maðurinn steig fæti fyrst á Tunglið, hefur Björgvin Halldórsson unnið að tónlist sinni af þeim metnaði og elju sem einkennir þennan ástríðufulla dugnaðarfork úr Hafnarfirði. Hann hefur staðið í fararbroddi í íslenskri dægurtónlist, ekki aðeins sem afkastamikill söngvari á meira en 800 hljóðritunum, heldur einnig sem lagahöfundur, upptökustjóri og hljómplötuframleiðandi.

Björgvin Halldórsson er löngu orðinn þjóðsagnapersóna fyrir sína snaggaralegu athugasemdir sínar um menn og málefni og nýyrðasmíði.Hann er hafsjór af fróðleik um tónlist frá öllum tímum, hann er mikill náttúruunnandi og lífskúnstner, en fyrst og fremst er hann fagmaður í tónlist. Björgvin hefur fyrir löngu skipað sér á bekk með fremstu tónlistarmönnum okkar og hann hefur haft afgerandi áhrif á samtíð sína og þann stóra hóp tónlistarfólks sem hefur unnið með honum í gegn um árin.

Björgvin Halldórsson var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2011 fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar.

Þetta verður ógleymanleg kvöldstund fyrir þá heppnu sem ná að tryggja sér miða í tæka tíð.

http://albumm.is/bjorgvin-halldorsson/

https://www.youtube.com/user/bohall

https://www.facebook.com/bohall

 

 

Comments are closed.